Rúmlega þrítugur karlmaður lést í Sundhöll Reykjavíkur síðasta fimmtudag eftir að hafa legið í 6 mínútur í kafi á botni sundlaugarinnar. Lögreglan staðfestir í samtali við Fréttablaðið að málið sé til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild.

DV greindi frá því á fimmtudag að karlmaður hafi fundist hreyfingarlaus í lauginni og hafi sundlaugarvörður náð honum úr vatninu og hafið endurlífgun. Var kallað á lögreglu og sjúkraflutningafólk en endurlífgunin bar ekki árangur.

Aðstandandi mannsins segir í samtali við blaðamann að margar spurningar vakni í tengslum við andlátið, þá sérstaklega hvers vegna enginn hafi verið að vakta laugina í þessar sex mínútur. Að hans mati hefði verið hægt að koma í veg fyrir andlátið.

Sigurður Víðisson Sundhallarstjóri vildi ekki tjáð sig um atvikið þegar Fréttablaðið hafði samband.