Aldrei hafa fleiri neyðst til að leggjast á flótta frá heimilum sínum en nú. Í fyrsta sinn eru rúm­lega hundrað manns á flótta á heims­vísu vegna stríða, of­beldis, of­sóknar og mann­réttinda­brota.

Við lok árs 2021 voru 89,3 milljónir á flótta en stríðið í Úkraínu, á­samt fleiri krísum, hefur hrint af stað stórri bylgju fólks á flótta. Flóttinn frá Úkraínu er einn sá hraðasti og stærsti frá því í seinni heims­styrj­öldinni, sam­kvæmt frétta­til­kynningu flótta­manna­stofnunnar Sam­einuðu þjóðanna.

Í 23 löndum víðs vegar um heiminn, þar sem í­búar eru sam­tals 850 milljónir, voru þung eða miðlungs­þung átök. Meðal þeirra eru Mjanmar, Eþíópía, Búrkína Fasó og Tsjad. Matar­skortur, verð­bólga og lofts­lags­váin hafa einnig haft mikil og slæm á­hrif á líf fjölda fólks.

Ekki er næg að­stoð í boði fyrir allt það fólk sem þarf á því að halda, sam­kvæmt frétta­til­kynningunni. Flestir hafa tekið upp bú­setu í ná­granna­ríkjum og fá­tæk eða meðal­tekju­lönd hafa tekið á móti flestum á flótta.