Af þeim 336 einstaklingum sem eru smitaðir hér á landi eru 170 þeirra undir þrítugu. Þetta kemur fram í tölfræðiveitunni á Covid.is.

Alls greindust 26 Covid-19 smit innanlands í gær. Þetta kemur fram í tölum á covid.is. Alls eru 336 í einangrun og fækkar á milli daga, 773 eru í sóttkví.

Á sama tíma er búið að leggja barn inn á spítala vegna Covid-19 í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins.

Þegar aldursdreifingin er skoðuð hjá þessum 336 einstaklingum kemur í ljós að flestir þeirra smituðu eru frá 6-12 ára eða 66 smit. Rétt á eftir kemur hópurinn 18-29 ára með 65 smit.

Alls eru átta börn sem hafa ekki náð eins árs aldri smituð af Covid-19 en elsti einstaklingurinn er á bilinu 80-89 ára.

Er sá einstaklingur hluti af 61 einstaklingum á Íslandi yfir fimmtugt sem eru með Covid-19.