Um 4.200 manns létust af völdum COVID-19 í Brasilíu á þriðjudaginn. Daglegur fjöldi látinna af völdum veirunnar færist enn í aukana og hafa nú að minnsta kosti 337 þúsund látist af völdum veirunnar þar í landi.

Einungis í Bandaríkjunum er heildarfjöldi látinna hærri. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir að aðgerðir í landinu verði ekki hertar. „Það verður ekkert útgöngubann um land allt,“ sagði Bolsonaro. „Herinn okkar mun ekki fara á göturnar til að halda fólki heima hjá sér. Frelsið er ómetanlegt.“