Þrír sjúklingar eru inniliggjandi á legudeildum með COVID-19 og 544 eru í eftirliti á COVID göngudeild þar af 51 barn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.

Níu starfsmenn eru í einangrun, 22 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 242 starfsmenn.

Þrír sjúklingar eru inniliggjandi á legudeildum með COVID-19 og 544 eru í eftirliti á COVID göngudeild þar af 51 barn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.

Níu starfsmenn eru í einangrun, 22 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 242 starfsmenn.

Í tilkynningunni er ítrekað að þrátt fyrir nýjar reglur á landamærum sem taka gildi á miðnætti, þurfi starfsfólk eftir sem áður að skila neikvæðu PCR prófi sem tekið er strax eftir komuna til landsins. Þá þurfi það að vera í vinnusóttkví C í 5 daga og skila svo öðru PCR prófi.

„Próf sem tekin eru fyrir brottför til Íslands eru viðbót við þetta ferli enda geta þau verið allt að 72ja klukkustunda gömul. Athygli er vakin á því að nú geta allir sem hafa íslenska kennitölu bókað sýnatöku á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins en það er gert í Heilsuveru.“ Segir í tilkynningu.

Þá er áréttað í tilkynningunni að sjúklingur sem greindist á spítalanum í gær hafi greinst við innlögn á spítalann og hafi ekki smitast inni á spítalanum.

Þá er vikið að ógn við mönnun á spítalanum vegna fjölda starfsmanna í sóttkví.

„Enn fjölgar starfsmönnum sem rakningateymi Almannavarna setur í sóttkví vegna útsetningar í samfélaginu. Þeir eru í sóttkví í 7 daga sem lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Þetta getur orðið töluverð ógn við mönnun nú á hásumarleyfistíma. Þessir starfsmenn mega ekki koma inn í sóttkví C heldur verða yfirmenn að eiga samtal við farsóttanefnd um möguleikann á að beita sóttkví B í þessum tilvikum en það er aðeins gert ef öryggi er ógnað í þjónustu eða rekstri.“

Mjög strangar heimsóknarreglur eru í gildi á spítalanum og aðeins einn gestur má heimsækja sjúkling á dag. Mælst er til þess að börn undir 12 ára aldri komi ekki nema með sérstakri undanþágu. Heimsóknargestir verða að virða grímuskyldu öllum stundum annars geta þeir átt á hættu að vera vísað frá, að því er fram kemur í tilkynningu.