Alls hafa 802 Co­vid-19 smit komið upp hér á landi en miðað við tölur sem birtust í gær hafa 65 ný smit komið upp hér á landi síðasta sólar­hringinn. 888 sýni voru tekin í gær.

Sam­kvæmt upp­lýsingum á vefnum Co­vid.is eru fimm­tán á sjúkra­húsi vegna Co­vid-19 og þar af tveir á gjör­gæslu­deild. 68 ein­staklingar hafa náð bata og nú eru rétt rúm­lega níu þúsund manns í sótt­kví.

Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra hefur boða til upp­lýsinga­fundar fyrir blaða­menn eins og síðustu vikur. Fundurinn hefst klukkan 14.

Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir munu fara yfir stöðu mála en með þeim verður Thor Aspelund, prófessor í líf­töl­fræði við Há­skóla Ís­lands.

Hann mun, á­samt Þór­ólfi og Víði, ræða reikni­líkan sem töl­fræðingar og vísinda­menn við HÍ hafa þróað vegna far­aldurs CO­VID-19 hér á landi.