Frá mið­nætt­i hafa meir­a en 800 skjálft­ar mælst á Reykj­a­nes­skag­a og voru all­nokkr­ir um og yfir 3 að stærð og var sá stærst­i 3,4 kl 2:10 í nótt. Líkt og und­an­farn­a daga er skjálft­a­virkn­in mest í ná­grenn­i Fagr­a­dals­fjalls og var hún mest mill­i mið­nætt­is og klukk­an þrjú. Enginn gos­ó­ró­i mæld­ist að því er seg­ir í til­kynn­ing­u frá Veð­ur­stof­unn­i.

Í gær mæld­ust um 2500 skjálft­ar á Reykj­a­nes­skag­a. Um 40 þeirr­a voru yfir 3 að stærð en sá stærst­i var af stærð 5,1.