Rúmlega 32 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að biðla til stjórnvalda að veita Uhunoma Osayomore, 21 árs manni frá Nígeríu, alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarsjónarmiðum á Íslandi.

Samstöðufundur var á Arnarhóli fyrr í dag þar sem vakin var athygli á máli Uhunoma. Hópurinn gekk frá frá Arnarhóli að dómsmálaráðuneytinu og til baka.

„Eftir rúmt ár á Íslandi hefur Uhunoma eignast nýtt líf og ástríka fjölskyldu og vini, sem er eitthvað sem hann hefði ekki getað ímyndað sér fyrir örfáum árum síðan. Hann á heimili með íslenskri fjögurra barna fjölskyldu og á vini sem geta ekki hugsað sér að missa hann úr lífi sínu og í þær hræðilegu aðstæður sem bíða hans á Ítalíu eða Nígeríu,“ segja skipuleggjendur samstöðufundarins og undirskriftalistans.

„Við fordæmum að brottvísa eigi Uhunoma frá Íslandi og senda hann þar með aftur á flótta. Við skorum á íslensk yfirvöld að veita honum alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarsjónarmiðum á Íslandi án tafar.“

Elínborg Harpa Önundardóttir aðgerðarsinni á samstöðufundi á Arnarhóli í dag.
Fréttablaðið/Valli

Kæru­nefnd Út­lendinga­mála hefur áður synjað U­hunoma um dvalar­leyfi. Hann flúði heimili sitt sex­tán ára gamall vegna al­var­legs of­beldis og of­sókna af hálfu föður síns. Hann glímir nú við al­var­leg and­leg veikindi.

Endurupptökubeiðni var send til Útlendingastofnunar í gær en áhrifum réttaráhrifa var synjað sem þýðir að lögregla getur hvenær sem er náð i Uhuoma sem er 21 árs og sent hann úr landi. Lögreglan hefur haft samband við hann og er því augljóslega að vinna í brottvísun, segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Uhunoma.

Það mun sennilega taka kærunefnd útlendingamála minna en tvær vikur að afgreiða beiðni um endurupptöku máls hans.

Skilaboðin eru skýr: „No human is illegal.“
Fréttablaðið/Valli