Rann­sókn á kyn­ferðis­brotum innan Kaþólsku kirkjunnar í Frakk­landi hefur leitt í ljós að um 216.000 börn vorum mis­notuð af prestum og starfs­fólki kirkjunnar frá árinu 1950.

Jean-Marc Sau­vé, for­maður rann­sóknar­nefndarinnar, segir mis­notkunina hafa verið kerfis­bundna en nefndin gefur í dag út 2500 blað­síðna skýrslu um málið. Á opinni kynningu um skýrsluna sagði hann að kirkjan hefði sýnt af sér „djúpt, al­gjört og meira að segja miskunnar­laust af­skipta­leysi í ára­raðir“ og fyrst og fremst hugsað um að vernda eigin hags­muni, á kostnað fórnar­lamba sinna.

Að sögn Sau­vé tók kirkjan ekki nauð­syn­leg skref til að koma í veg fyrir kyn­ferðis­of­beldið heldur láðist henni einnig að greina frá því og kom jafn­vel börnum stundum vís­vitandi saman við níðinga. Ríkis­sak­sóknarar höfðu í sumum til­fellum verið látnir vita af of­beldis­málum sem komu upp.

Á kynningunni kom einnig fram erki­biskupinn af Reims og for­maður franska biskupa­ráðsins, Éric de Moulins-Beau­fort, sem talaði um skömm, baðst fyrir­gefningar og lofaði út­bótum.

Rann­sóknar­nefndin var sett á fót af kaþólskum biskupum í Frakk­landi árið 2018 til að varpa ljósi á mis­notkun innan kirkjunnar og endur­vekja traust al­mennings á tíma dvínandi kirkju­sóknar. Nefndin hefur starfað óháð kirkjunni.

Kirkjan horfði í hina áttina

Sau­vé segir vanda­málið enn vera til staðar. Hann bætti því við að kirkjan hefði allt fram á 21. öldina sýnt af sér skeytingar­leysi gagn­vart þol­endum og hefði einungis byrjað af breyta við­horfi sínu um 2015-16.

Að sögn hans hafa kenni­setningar kaþólsku kirkjunnar um mál­efni á borð við kyn­hneigð, hlýðni og heilag­leika prests­em­bættisins skapað blind­bletti sem auð­velduðu mis­notkuninni að eiga sér stað. Sau­vé segir það vera nauð­syn­legt fyrir kirkjuna að breyta því hvernig hún nálgast þessi mál­efni til að endur­byggja sam­band sitt við sam­fé­lagið.

Nefndin hefur fundið um það bil 2700 þol­endur í gegnum vitnis­burði og þúsundir til við­bótar hafa fundist í skjala­söfnum. Yfir­grips­mikil rann­sókn í gegnum heimilda­öflun og skoðana­kannanir hefur hins vegar leitt í ljós að fjöldi fórnar­lamba sé rúm­lega 216.000 og sú tala gæti hækkað upp í 330.000 þegar allt verður leitt til lykta.

Grunur leikur á að á milli 2900 og 3200 barna­níðingar hafi leynst innan kaþólsku kirkjunnar í Frakk­landi á síðustu 70 árum.

„Þið eruð okkar mann­kyni til skammar,“ sagði Francois Devaux sem fer fyrir sam­tökum fórnar­lamba, La Paro­le Libé­ré­e, áður en Sau­vé tók til máls á fundinum.

„Í þessu hel­víti hafa verið framdir and­styggi­legir fjölda­glæpir … en það hafa verið framin, jafn­vel verri, svik á trausti, svik á sið­ferði og svik á börnum.“