Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lauk klukkan 12 í dag. Á kjörskrá voru tæplega 36 þúsund einstaklingar. Alls kusu um samninga við Samtök atvinnulífsins 7.104 einstaklingar og var kjörsókn 20,85 prósent.

Um samninga við Félag atvinnurekenda kusu alls 451 og var kjörsókn þar 26,55 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá VR er um að ræða bestu þátttöku í atkvæðagreiðslu um kjarasamninga frá árinu 2008.

Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. Niðurstöður verða kynntar þann 24. apríl.