Frá og með deginum í dag verða rukkaðar þúsund krónur fyrir bíla­stæði við gos­stöðvarnar í Geldingar­dölum. Von er á til­kynningu frá Land­eig­enda­fé­lagi Hrauns sf. í dag þar sem þetta verður til­kynnt.

Sigurður Guð­jón Gísla­son, einn land­eig­enda, stað­festir þetta í sam­tali við mbl.is. Miðillinn greindi frá því í gær­kvöldi að upp væri komið skilti á svæðinu með upp­lýsingum um gjald­skylduna.

Verður raf­rænu eftir­liti komið upp hægt og ró­lega að sögn Sigurðar. Þá stendur til að leggja ný bíla­stæði nær gos­stöðvunum og leggja veg til að tryggja öryggi fólks og auð­velda að­gang.

„Ég held það sé bara allra hagur að ráðast í þessar fram­kvæmdir,“ segir Sigurður. Fram­kvæmdirnar muni koma til með að stytta göngu­leiðina um þrjá kíló­metra.