Þann 3. júlí ganga í gildi nýjar reglur sem taka fyrir að sölu­staðir gefi við­skipta­vinum sínum ó­keypis ein­nota plast­í­lát undir mat sem er tekinn heim (e. take-away) og verði að rukka fyrir það gjald. Þá er átt við allt plast, líka það sem er kallað líf­plast, eða PLA, og flokkast í líf­rænt eða al­mennt rusl. Sölu­aðilar munu sjálfir á­kveða gjaldið sem þau rukka fyrir um­búðirnar.

Að sögn Gróar Einars­dóttur, sér­fræðings hjá Um­hverfis­stofnun, getur hvert fyrir­tæki farið sína leið með það.

„Það er ekkert verð til­tekið í lögunum þannig að veitinga­staðurinn getur á­kveðið hvað það eigi að kosta. Það verður spennandi að sjá hvað sölu­staðir á­kveða að gera. Þau geta á­kveðið að setja verð sem er sam­bæri­legt annarri verð­lagningu ef þau eru með inn­kaupa­kostnað sem þau leggja ofan á. Svo geta þau á­kveðið að leggja hátt gjald og þannig reynt að fæla við­skipta­vini frá því að nota ein­nota mál. Sem er já­kvætt fyrir um­hverfið en neyt­endur verða kannski ekki hrifnir. Sölu­staðir geta líka sett undir­verð ef þau vilja ekki að það fæli frá og svo geta staðir að lokum nýtt tæki­færið til að hækka verð á vörum sem þeir eru að selja,“ segir Gró.

Mikilvægt að uppfæra verðlista og kassakerfi

Hún segir að það sé mikil­vægt að fyrir­tæki upp­færi bæði verð­lista og kassa­kerfi sín svo að þau taki, til dæmis, til greina að ef boðið er upp á að koma með eigið ílát þá sé bæði til­greint verð fyrir bara matinn eða drykkinn og svo matinn eða drykkinn í plast­í­látinu og hvað í­látið kostar eitt og sér.

„Mér finnst mikil­vægt að veitinga­staðir viti af þessu. Það þarf að undir­búa kassa­kerfið og vera með mögu­leikann þar. Svo þarf þetta auð­vitað að koma fram á kassa­kvittunum auk þess sem það þarf mögu­lega í ein­hverjum til­fellum að breyta mat­seðlum og verð­skrá,“ segir Gró

Hún segir það al­gengan mis­skilning að ef í­látið sé lítið þurfi ekki að rukka fyrir það og nefnir sem dæmi kok­teil­sósuna.

„Það þarf að taka gjald fyrir það. Ef það er plast­lok og um­búðirnar pappi þá þarf samt að rukka gjald fyrir það.“

Gró segir að mestu máli skipti að neyt­endur endur­hugsi notkun sína á ein­nota í­látum og þar sem það er í boði komi þeir með sín eigin. Á vef Um­hverfis­stofnunar segir að nýju laga­á­kvæðin minni neyt­endur á að þegar þeir kaupa ein­nota ílát fylgi því alltaf á­kveðinn kostnaður, sem hingað til hefur verið bakaður inn í verðið á vörunni.
Spurð hvernig eftir­liti verður háttað segir Gró að það liggi ekki alveg fyrir en það sé ljóst að ef fyrir­tækin upp­fylli ekki skil­yrðin muni Um­hverfis­stofnun fylgjast betur með þeim.

Gró mælir, til dæmis, með því að fólk komi með eigin ílát
Fréttablaðið/Getty

Rukkað ef lokið er úr plasti

Nánar er fjallað um málið á vef Um­hverfis­stofnunar en þar eru tekin nokkur dæmi um það sem breytist:

Mat­sölu­staðir eiga að taka gjald fyrir ein­nota plast­glös undir gos­drykki, safa og hristinga.

Mat­sölu­staðir eiga að taka gjald fyrir ein­nota matar­í­lát og lok úr plasti og pappírs­ílát sem eru húðuð með plasti.

Kaffi­hús eiga að taka gjald fyrir pappa­mál ef þau eru húðuð með plasti, en líka fyrir 100% pappa­mál sem fylgja plast­lok.

Barir eiga að setja gjald á plast­glös undir bjór og vín, og þá skiptir ekki máli hvort það séu hefð­bundin plast­glös eða plast­glös úr líf­plasti eins og t.d. PLA glös.

Ís­búðir eiga að setja gjald á ís­box úr pappír sem eru húðuð með plasti.