Rudy Giuli­ani lög­maður og náinn ráð­gjafi frá­farandi for­seta Banda­ríkjanna Donalds Trumps hefur greinst með CO­VID-19.

Þetta kemur fram í tísti frá Trump í rétt í þessu. Ekki kemur fram hvort Giu­lani sé með ein­kenni eða hve­nær hann greindist.

Giu­lani sem er 76 ára var áður borgar­stjóri New York borgar og segir Trump hann hafa verið lang­besti borgar­stjóri borgarinnar.

Trump greindist sjálfur með CO­VID-19 í októ­ber og eyddi þremur dögum inn á spítala. Að minnsta kosti 40 ráð­gjafar for­setans hafa greinst með CO­VID-19 frá því í septem­ber þar á meðal Melania Trump, Bar­ron Trump og Donald Trump Jr.