Rúða var brotin á skemmti­stað í mið­borg Reykja­víkur í nótt og ein­hers­konar reyk­sprengju kastað þar inn. Varð­stjóri hjá Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu segir að enginn eldur hafi komið upp.

Skemmti­staðirnir The Dubliner og Paloma eru í um­ræddu húsi í Naustunum í mið­borg Reykja­víkur. Slökkvi­liðið var kallað út vegna málsins á þriðja tímanum í nótt. Ein rúða var brotin og sá slökkvi­liðið um að reykræsta húsið.

Í fyrri­nótt fór slökkvi­liðið í tvö út­köll vegna sam­bæri­legra at­vika en í öðru til­vikinu var reyk­sprengju kastað á hús í Foss­voginum. Þá var gerð til­raun til að kasta bensín­sprengju í hús í Hafnar­firði. Bæði at­vikin voru sögð tengjast undir­heimunum og hnífs­tungu­á­rás á skemmti­staðnum Banka­stræti Club í síðustu viku.