Fimm ára gömul forða­rotta að nafni Magwa hefur hlotið orðu fyrir sitt hlut­verk í að finna jarð­sprengjur í Kambódíu en orðan var veitt af bresku góðgerðarsamtökunum Peop­le‘s Dispensary for Sick Animals, PDSA, í gær.

Um er að ræða gull­orðu sem hefur frá árinu 2002 farið til dýra sem hafa sýnt hug­rekki og skyldu­rækni í starfi. Magwa var heiðraður að þessu sinni en þetta er í fyrsta sinn sem rotta hlýtur heiðurinn sam­kvæmt frétt New York Times um málið. Í öllum öðrum til­fellum hefur hundur hlotið orðuna.

Að því er kemur fram á heima­síðu PDSA hafa hjálpar­sam­tök í Tansaníu, A­POPO, verið að þjálfa rottur til að finna jarð­sprengjur allt frá upp­hafi tíunda ára­tugarins en í dag er á­ætlað að um 80 milljón jarð­sprengjur séu nú virkar um allan heim.

Magwa með orðuna.
Mynd/PDSA

Bjargar lífum

Magwa hefur leitað uppi jarð­sprengjur síðast­liðin fimm ár en hann getur farið yfir svæði á stærð við tennis­völl á um 30 mínútum, eitt­hvað sem myndi taka mann­eskju með málm­leitar­tæki allt að fjóra daga.

Frá upp­hafi hefur Magwa þefað uppi 39 jarð­sprengjur og 28 ó­sprungin skot­hylki í Kambódíu, meira en nokkur önnur rotta sem notuð er í þeim til­gangi, og hefur farið yfir 141 þúsund fer­metra af land­svæði.

„Fyrir hverja jarð­sprengju sem hetjurottan Magwa finnur, bjargar hann lífi,“ segir í um­fjöllun PDSA um rottuna. „Magwa mun halda á­fram að gera Kambódíu öruggari þar til hann leggst í helgan stein í „heima­búri“ sínu. Þá mun hann eyða tíma sínum í að leika sér og slaka á!“