Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu, fé­lags fanga, segir að rót­leysi hans á ung­lings­árum og fram yfir tví­tugt hafi leitt hann smám saman út í á­hættu­hegðun og síðar fíkni­efna­neyslu sem svo hafi endað með í­trekuðu fíkni­efna­smygli á am­feta­míni og kókaíni á milli landa í Evrópu.

Hann leggur spilin á borðið í einkar per­sónu­legu við­tali í þættinum Manna­máli hjá Sig­mundi Erni Rúnars­syni á Hring­braut í kvöld þar sem ekkert er dregið undan í lýsingum á ljótum veru­leika fíkni­efna­við­skiptanna og fangelsis­dvöl í Dan­mörku og heima á Ís­landi.

Guð­mundur Ingi segist hafa verið í vand­ræðum með sjálfan sig fram eftir þrí­tugs­aldrinum, rót­leysið og stefnu­leysið í lífinu hafi verið eitt og vanda­málið við að viður­kenna kyn­hneigð sína hafi verið annað, en til samans hafi eitt leitt af öðru – og hann breyttist í for­hertan glæpa­mann á fáum árum undir alda­mótin eftir að hann flutti til Spánar, opnaði þar bar á Benidorm, og varð raunar undrandi á því hvað Ís­lendingarnir sem flykktust á staðinn vildu kaupa mikið af dópi – og hversu breiður sá hópur var, en svo til allir virtust vilja vímuna.

Hann var tvisvar dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir fíkni­efna­smygl og kveðst í fyrra skiptið hafa verið svo for­hertur að honum hafi bein­línis þótt það flott og svalt að vera á bak við rimlana. Þar af leiðandi hafi hann sokkið niður á neðsta plan um leið og hann losnaði úr prísundinni í fyrra skiptið – og byrjað að selja fíkni­efni á nýja­leik úti á Spáni.

En svo hafi ástin bankað á dyrnar, Tito, maðurinn hans frá Transilvaníu í Rúmeníu hafi gifst honum í fangelsinu í Dan­mörku, sem reyndist vera fyrsta brúð­kaup sam­kyn­hneigðs pars í því baunska tukt­húsi. Tito hafi breytt öllu fyrir Guð­mund Inga og kúrsinn sömu­leiðis; seinni fangelsis­vistin hafi verið með allt öðru sniði en sú fyrri, nú skyldi hann taka til í lífi sínu og taka sér al­menni­legt tak – og það gekk eftir, en hann sann­færði sjálfan sig um að hann fengi ekki fleiri tæki­færi í lífinu.

Og fíkni­efnin eru að baki, smyglið líka – og nú stefnir þessi tals­maður fanga og jaðar­setts fólks á borð við heimilis­lausa í Reykja­vík á borgar­stjórn en hann sækist eftir í 3-5 sæti Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík á vori komanda, reynslunni ríkari.

Hér má sjá brot úr við­tali Sig­mundar Ernis við Guð­mund Inga í Manna­máli á Hring­braut.