Rauði krossinn hættir rekstri Konu­kots, neyðar­skýli fyrir heimilis­lausar konur, á morgun eftir 16 ára starf­semi en Rótin, fé­lag um konur, á­föll og vímu­efni, tekur við rekstrinum. Að því er kemur fram í til­kynningu um málið var konu­kot opnað árið 2004 sem til­rauna­verk­efni Rauða krossins þar sem ljóst var að fjöldi kvenna í Reykja­vík væri heimilis­laus og þjónusta við þann hóp tak­mörkuð.

„Hug­myndin var sú að á þeim tveimur árum sem neyðar­skýlið væri starf­rækt væri hægt að út­vega konunum fé­lags­legt hús­næði og því væri ekki þörf fyrir neyðar­skýli til lengri tíma,“ segir Marín Þórs­dóttir, deildar­stjóri Rauða krossins á höfuð­borgar­svæðinu, en hún segir að nú 16 árum síðar sé hlut­verki Rauða krossins lokið.

Hún vísar til þess að mark­mið Rauða kross hreyfingarinnar um allan heim sé að hefja verk­efni og sinna þeim þar til aðrir geta tekið við af þeim. Nú er komið fé­lag sem ein­blínir á þennan mála­flokk, það er að segja Rótin, fé­lag um konur, á­föll og vímu­efni – sem er til­búið að taka við og þá er rétti tíminn fyrir okkur að stíga til hliðar.“

Segja ekki skilið við málaflokkinn

Rauði krossins í­trekar þó að með því að hætta rekstrinum séu þau ekki að segja skilið við mála­flokkinn og að þau muni á­fram starf­rækja skaða­minnkandi verk­efni. Er þar hægt að nefna Frú Ragn­heiði sem keyrir um höfuð­borgar­svæðið sex kvöld í viku auk þess sem sam­bæri­leg verk­efni eru starf­rækt á Suður­nesjum og á Akur­eyri.

„Rauði krossinn treystir því að mann­úð og skaða­minnkun verði á­fram leiðar­ljós í starfi Konu­kots og að hagur skjól­stæðinga verði á­vallt í for­grunni. Við erum þakk­lát fyrir að gestir Konu­kots hafi treyst okkur í gegnum tíðina og eins erum við þakk­lát fyrir alla þá fjöl­mörgu sjálf­boða­liða sem og frá­bært starfs­fólk sem lagt hafa verk­efninu lið síðast­liðin ár.“