Í tilefni af 30 ára afmæli Rótarýlundarins í Mosfellsbæ hefur Rótarýklúbburinn sent bænum bréf um að fá skriflegan samning um lundinn.

Samningurinn sem gerður var fyrir löngu finnst nú hvorki í gögnum Rótarýklúbbsins né Mosfellsbæjar.

Lundurinn var afhentur klúbbnum af Páli Guðjónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Hefur klúbburinn gert reitinn að sannkallaðri paradís.

Bærinn vísaði erindinu til umsagnar umhverfisstjóra og skipulagsfulltrúa.