Ofsa­veðr­ið sem er í kort­un­um um allt land á morg­un mun hafa á­hrif á þjón­ust­u Stræt­ó.

Gef­in hef­ur ver­ið út app­el­sín­u­gul við­vör­un út um allt land á morg­un, föst­u­dag­inn 14. febr­ú­ar, og gera veð­ur­fræð­ing­ar ráð fyr­ir af­tak­a­vind­i. Tal­ið er að veðr­ið muni hafa marg­hátt­að­ar trufl­an­ir á raf­magn­i víðs veg­ar um land­ið, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá Neyð­ar­stjórn Lands­nets og er öllu inn­an­lands­flug­i af­lýst á morg­un.

Fólk sem nýtir sér þjónustu Strætó á landsbyggðinu hvatt til að gera ráðstafanir

Víð­tæk­ar rask­an­ir hjá stræt­i á lands­byggð­inn­i eru lík­leg­ar og er fólk sem nýt­ir sér þá þjón­ust­u hvatt til að gera ráð­staf­an­ir og ferð­ast frek­ar í dag, hafi það kost til þess.

Á­kveð­ið var að bæta við auk­a­ferð á leið 57 á mill­i Reykj­a­vík­ur og Akur­eyr­ar í dag og aka því tvær ferð­ir í dag í stað einn­ar líkt og venj­an er.

Þá er lík­legt að Aksturs­þjón­ust­a fatl­aðs fólks og aldr­aðr­a rask­ist fyr­ir há­deg­i á morg­un vegn­a ó­veð­urs­ins en mik­il slys­a­hætt­a kann að mynd­ast í kring­um hleðsl­u bíla með hjól­a­stól­um og fólks sem á erf­itt með gang.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u er gert ráð fyr­ir að vagn­arn­ir gang­i sam­kvæmt á­ætl­un en sér­stak­leg­a verð­ur fylgst með vögn­um sem aka í efri byggð­um og leið 23 sem ekur um Álfta­nes.

Stjórn­stöð Stræt­ó fylg­ist náið með stöð­unn­i og til­kynn­ir um frá­vik sem kunn­a að verð­a á akstr­i en þeim verð­ur hægt að fylgj­ast með und­ir „gjall­ar­horn­in­u“ á heim­a­síð­uStræt­ó eða inn á Twitt­er síðu Stræt­ó.