Náðst hefur sam­komu­lag um myndun nýs meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sóknar í Hafnar­firði. Þetta kemur fram í til­kynningu frá flokkunum.

„Síðustu daga hefur verið unnið að mál­efna­samningi flokkanna og verður hann kynntur á næstu dögum. Helstu verk­efni nýs meiri­hluta verða að undir­búa þá miklu í­búa­fjölgun sem fram­undan er á kjör­tíma­bilinu, stuðla á­fram að kröftugri upp­byggingu fjöl­breytts í­búðar­hús­næðis, tryggja öfluga og skil­virka þjónustu, vel­ferð fyrir alla aldurs­hópa og halda á­fram á­byrgri fjár­mála­stjórnun,“ segir í til­kynningunni.

Þá kemur fram að flokkarnir hafi komist að þeirri niður­stöðu að Rósa Guð­bjarts­dóttir verði bæjar­stjóri til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðis­son taki þá við starfinu. Þangað til verður hann for­maður bæjar­ráðs. Kristinn Ander­sen verður for­seti bæjar­stjórnar út kjör­tíma­bilið.