Kosningar

Rósa fékk meira en helming útstrikana

Efstu tveir frambjóðendur allra lista sem buðu fram fengu samanlagt 201 útstrikun.

Rósa ?Guðbjartsdóttir Fréttablaðið/Daníel

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og verðandi bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra, fékk langflestar útstrikanir í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi.

Efstu tveir frambjóðendur allra lista sem buðu fram fengu samanlagt 201 útstrikun. Efstu tveir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fengu flestar þessara útstrikana.

Rósa var strikuð út á 121 kjörseðli og annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Kristinn Andersen, var strikaður út af 18 kjósendum flokksins. Aðrir frambjóðendur fengu allir undir tíu útstrikunum frá sínum kjósendum.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut yfirburðakosningu í Hafnarfirði og fimm menn kjörna. Samfylkingin fékk tvo menn og missti einn frá því á síðasta kjörtímabili. Framsókn, Miðflokkurinn, Bæjarlistinn og Viðreisn hlutu allir einn mann kjörinn. –

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kosningar

Viðræður halda áfram í FB í dag

Kosningar

Per­sónu­kjör hyglar körlum í sveitar­stjórnar­kosningum

Kosningar

Viðræður hafnar í Hafnarfirði

Auglýsing

Nýjast

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Auglýsing