Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin telur nú að Rómanska Ameríka sé orðin að mið­punkti í út­breiðslu á CO­VID-19 far­aldrinum. Fleiri til­vik greinist nú dag­lega þar en í Evrópu og Banda­ríkjunum og ber Brasilía þar höfuð og herðar yfir öðrum löndum.

Opin­berar tölur í Brasilíu gefa til kynna að á fjórða hundruð þúsund hafi greinst með veiruna í landinu og nærri 25 þúsund látist af völdum sjúk­dómnum. Sér­fræðingar vara þó við að tölurnar gefi skakka mynd þar sem fá sýni séu tekin og að­gerðir séu af skornum skammti. Raun­veru­lega tölur gætur verið allt að fimm­tán sinnum hærri en í opin­berri talningu.

Toppnum náð í júní

Yfir þúsund manns létust á einum sólar­hring í gær og rúm­lega 16 þúsund manns greindust með veiruna. Ljóst er að far­aldurinn er enn á upp­leið.

Há­skólinn í Was­hington hefur út­búið spá­líkan sem gerir ráð fyrir að dauðs­föll verði orðin fleiri en 125 þúsund snemma í ágúst. Eins og staðan er í dag er búist við að far­aldurinn nái há­marki í júní.

For­setinn í tráss við sér­fræðinga

Við­brögð stjórn­valda í Brasilíu við far­sóttinni hafa verið nokkuð mis­vísandi þar sem for­seti landsins, Jair Bol­sonaro, við­heldur þeirri skoðun að of mikið sé gert úr veirunni og hvetur íbúa til að hundsa tak­markanir sem héraðs­stjórar hafa komið á fótinn.

For­­setinn hefur hann einnig vænt sér­­­fræðinga um móður­­sýki og lýst því yfir að fjar­lægðar­­mörk valdi efna­hag landsins ó­­þarfa skaða. Al­þjóða­heil­brigðis­stofnun hvetur til þess að gripið verði til harðari að­gerða í landinu ef koma á í veg fyrir frekari skaða.