Í dag má búast við hægri og breyti­legri átt. Víða verður bjart fyrir norðan en stöku skúrir á Suður- og Austur­landi. Eftir há­degi á að létta til við Faxa­flóa. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast verður á Vestur­landi. Fram kemur í hug­leiðingum veður­fræðings að á morgun snúist í norðan­átt og það fari að kólna, ein­hverjir skúrir eða jafn vel dá­lítil slyddu­él norð­austan til. Á Suð­austur­landi veða skúra­leiðingar, en annars úr­komu­lítið.

Það lítur út fyrir að svöl norðan­áttin haldi velli fram á upp­stigningar­dag, en þá ætti aftur að lægja og hlýna.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á mánu­dag:
Norð­læg átt, 5-13 m/s. Smá skúrir á N-verðu landinu, jafn vel slyddu­él eystra og hiti 1 til 6 stig, en bjart­viðri SV-til og hiti að 14 stigum.

Á þriðju­dag:
Norðan 8-15 m/s, hvassast á an­nesjum A-til. Dá­lítil slydda NA-lands, en skýjað og þurrt að kalla NV-til. Bjart­viðri sunnan heiða, en líkur á skúrum allra syðst. Hiti frá frost­marki í inn­sveitum NA-til, upp í 10 stig syðra.

Á mið­viku­dag:
Norð­læg átt, 8-13 m/s og skúrir eða él NA-til, en annars mun hægara og bjart með köflum og á­fram fremur svalt í veðri.

Á fimmtu­dag (upp­stigningar­dagur):
Norð­læg átt og stöku skúrir A-ast, en víða bjart­viðri annars staðar og heldur hlýnandi veður.

Á föstu­dag og laugar­dag:
Út­lit fyrir hæga vinda, þurrt og yfir­leitt milt veður.

Upplýsingar um veður er að finna á heimasíðu Veðurstofunnarog færð vega á heimasíðu Vegagerðarinnar.