Jón Bragi Arnarsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir kvöldið vera rólegt Eyjum, í samtali við Fréttablaðið.

Eyjamenn sitja þó ekki auðum höndum og skemmta sér vel með sínu fólki þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið blásin af.

„Það eru partý í mörgum görðum um alla Eyju, svona bubblupartý,“ segir Jón Bragi.

Hann segist þó finna fyrir töluverðri fjölgun á eyjunni af ungu fólki en það væri allt í rólegheitum og fólk væru að fylgja sóttvarnarreglum.

Þetta er annað árið í röð sem hefur þurft að aflýsa Þjóðhátíð og er án efa mikil vonbrigði fyrir Eyjamenn. Nýjar sóttvarnarreglur tóku í gildi hér á landi á miðnætti laugardagsins 22. júlí og fela í sér 200 manna samkomutakmarkanir svo skipuleggjendum útihátíða hefur staðið lítið annað til boða en að aflýsa öllum útihátíðum um helgina.