Í dag er útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s, og dálítil él á víð og dreif, einkum á Vesturlandi og síðar NV-til, en það verður léttskýjað norðaustan og austanlands. Það bætir í vind vestast í kvöld. Hiti verður að fimm stigum að deginum við suður- og vesturströndina, en annars verður frost, 0 til 10 stig, kaldast fyrir norðan.

Það gengur svo í suðaustan hvassviðri eða storm um landið SV-vert á morgun, en vindur verður mun hægari N- og A-lands. Sums staðar verður dálítil úrkoma sunnantil, en það verður þurrt í öðrum landshlutum og bjartviðri fyrir norðan. Hiti verður 0 til 5 stig S- og V-til, en annars vægt frost.

Færð á vegum

Samkvæmt Vegagerðinni er vetrarfærð í öllum landshlutum, en þó greiðfært á köflum um suðvestan og vestanvert landið.

Gular viðvaranir SV-til á morgun

Gular viðvaranir eru í gildi frá 17 til 3 um nóttina annað kvöld á Suðurlandi, en viðvörunin gildir til 4 um nóttina á Faxaflóa. Vindur fer í 20-25 m/s og það má búast við mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Það getur verið varasamt að vera á ferðinni, sérstaklega á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, þar sem hálka getur verið á vegum. Fólk er hvatt til að dýna aðgát og ganga frá lausum munum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Gengur í suðaustan og austan 15-23 m/s á sunnanverðu landinu með rigningu eða slyddu á láglendi. Hiti 1 til 5 stig. Hægari vindur norðantil, þurrt og minnkandi frost.

Á laugardag:

Austan 10-18 m/s, hvassast á Suðausturlandi. Rigning eða slydda á láglendi á suðurhelming landsins, en hægari og þurrt á norðanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost norðanlands.

Á sunnudag:

Ákveðin suðaustanátt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt um N-vert landið. Heldur hlýnandi.

Á mánudag:

Suðlæg átt og úrkoma, einkum SA-til. Hiti nálægt frostmarki.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt, úrkoma af og til syðra, en þurrt fyrir norðan og austan. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir austlæga átt með úrkomu um mest allt land. Fremur svalt.