Í dag er spáð fremur hægri breyti­legri átt og víða létt­skýjað, en líkur á þoku­lofti við norður­ströndina. Þykknar upp syðst í kvöld.

Fram kemur í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofu Ís­lands: „Yfir landinu er vaxandi hæðar­hryggur, sem er upp­skrift að ró­leg­heita­veðri með tals­verðu sól­skini. Hiti að 12 stigum sunnan til í dag. Þykknar upp í kvöld og nótt og á morgun er orðið skýjað víða um land og sums staðar lítils­háttar væta, en á­fram bjart suð­austan til. Hlýnar heldur í veðri.“

Þá virðist helgar­veðrið ætla að verða á­taka­lítið fram á sunnu­dags­kvöld, þegar lægðar­drag nálgast með suð­austan­kalda og rigningu syðst og vestast.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á laugar­dag:
Aust­læg átt, 3-10 m/s og skýjað eða hálf­skýjað og úr­komu­lítið. Hiti 4 til 12 stig, mildast suð­vestan­lands.

Á sunnu­dag:
Suð­austan 8-13 m/s og lítils háttar væta sunnan- og vestan til, en hægari og skýjað með köflum í öðrum lands­hlutum. Hiti 8 til 13 stig.

Á mánu­dag:
Suð­austan 8-15 og rigning, en heldur hægari og úr­komu­lítið norðan- og austan­lands. Hiti 8 til 14 stig.

Á þriðju­dag:
Suð­læg átt og rigning með köflum, einkum um landið sunnan- og vestan­vert. Hiti breytist lítið.

Á mið­viku­dag:
Suð­aust­læg eða breyti­leg átt. Vætu­samt, en milt í veðri.