„Þá er upp runninn laugar­dags­morgunn og fyrsti dagur þjóð­há­tíðar að baki,“ segir í til­kynningu frá lög­reglunni í Vest­manna­eyjum. Nóttin var afar ró­leg hjá lög­reglunni og góður bragur á skemmtana­haldi.

Lög­reglan var, að vanda, með öflugt fíkni­efna­eftir­lit í Vest­manna­eyjum á þjóð­há­tíð. „Síðasta sólar­hringinn voru tólf kærðir fyrir fíkni­efna­brot,“ segir í til­kynningunni. Lagt var hald á nokkurt magn fíkni­efna í einu til­felli en önnur mál voru minni­háttar.

Einn var kærður fyrir ölvun við akstur og annar fyrir akstur undir á­hrifum fíkni­efna.

Engin of­beldis­brot komu til kasta lög­reglu. Einn gisti í fanga­geymslu sökum ölvunar­á­stands.

„Það er mat lög­reglu að há­tíða­höldin hafi farið vel fram í nótt og fólk al­mennt skemmt sér fal­lega,“ segir í til­kynningunni.