„Síðasti sólar­hringur há­tíðarinnar var ívið ró­legri hjá lög­reglu en sólar­hringurinn á undan,“ segir í til­kynningu frá lög­reglunni í Vest­manna­eyjum. Einungis einn var vistaður í fanga­geymslu síðast­liðna nótt.

Síðasti dagur Þjóð­há­tíðar í Vest­manna­eyjum náði há­marki í gær­kvöldi þegar brekku­söngurinn fór fram. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu að sögn lög­reglunnar.

Tvö minni­háttar fíkni­efna­mál voru á borði lög­reglunnar, ein líkams­á­rás og tvö minni­háttar slys, en í báðum til­fellum slysanna hafði við­komandi skrikað fótur og fallið í jörðina. „Um minni­háttar meiðsli var að ræða í báðum til­fellum,“ segir í til­kynningunni.

Herjólfur hóf að flytja þjóð­há­tíðar­gesti upp á land klukkan tvö í nótt og mun sigla á milli lands og Eyja í allan dag. „Lög­reglan hvetur þá öku­menn til að gæta vel að því að aka ekki af stað fyrr en allt á­fengi er farið úr blóði,“ segir í til­kynningunni.

Lög­reglan verður með á­fengis­mæla á ferð bæði í Vest­manna­eyjum og í Land­eyjar­höfn í dag og eru öku­menn hvattir til að nýta sér það áður en ekið er af stað út í um­ferðina.