Appel­sín­u­gul­ar og gul­ar veð­ur­við­var­an­ir gær­kvölds­ins runn­u út seint í gær­kvöld­i. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá vakt­haf­and­i veð­ur­fræð­ing­i, Har­ald Ei­ríks­syn­i, er lægð­in sem olli ill­viðr­in­u í gær nú stödd við Snæ­fells­nes, en hef­ur grynnst mik­ið.

„Hún er búin að blás­a að mest­u úr sér en dæl­ir úr sér skúr­um og slydd­u­élj­um á Suð­ur og Suð­vest­ur­land­i í dag. Þett­a er bara strekk­ings­vind­ur,“ seg­ir Haraldur

Lægð­in sem nú er að klár­a ger­ir það í dag og svo á morg­un þá nálg­ast önn­ur lægð land­ið með rign­ing­u og öðru til­heyr­and­i.

„Þær koma hérn­a ein af ann­arr­i,“ seg­ir hann og tel­ur að eft­ir helg­i gæti orð­ið eitt­hvað lát á rign­ing­unn­i eft­ir helg­i.

„Lægð­in í gær var slæm en þær sem koma á eft­ir eru nær því að vera eðl­i­leg­ar,“ seg­ir hann að lok­um.

Sam­kvæmt dag­bók lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u var eitt­hvað um til­kynn­ing­ar í gær vegn­a foks og til­kynnt um þak­plöt­u sem losn­að­i af í Kóp­a­vog­i.

Dav­íð Már Bjarn­a­son, upp­lýs­ing­a­full­trú­i Lands­bjarg­ar, seg­ir að um tíu í gær­kvöld­i hafi allt ró­ast og að björg­un­a­sveit­ar­fólk hafi flest ver­ið kom­ið til síns heim­a um það leyt­i. Engar til­kynn­ing­ar eða út­köll voru vegn­a veð­urs í nótt.

Enn snjór á Ísafirði

Veðr­ið var hvað verst á Vest­fjörð­um í gær­kvöld­i en ró­að­ist um kvöld­mat­ar­leyt­i.

„Þett­a gekk yfir í gær í ró­leg­heit­um. Það fór að hægj­a á um sjö- eða átt­a­leyt­ið,“ seg­ir Hlyn­ur Snorr­a­son hjá lög­regl­unn­i á Vest­fjörð­um.

Hann seg­ir að lög­regl­an hafi ekki sinnt nein­um al­var­leg­um út­köll­um og að fólk hafi sinnt fyr­ir­mæl­um og leið­bein­ing­um.

Snjór­inn er að sögn Hlyns enn á göt­un­um en mið­að við veð­ur­spánn­a ætti hann ekki að hald­a leng­i.

Það var snjóþungt á Ísafirði í gær.
Fréttablaðið/Ágúst Atlason