Robert Muga­be, fyrrverandi einræðisherra Simba­b­ve, er látinn 95 ára að aldri.Þetta kom fram í til­kynningu frá Em­mer­son Mn­angagwa, nú­verandi for­seta landsins.

Muga­be réð ríkjum í landinu í rúma fjóra ára­tugi áður en herinn kom honum frá völdum í nóvember 2017. Um er að ræða þátta­skil í sögu landsins, sem áður hét Suður-Ródesía. Muga­be varð eins­ konar frelsis­hetja í bar­áttunni fyrir frelsi gegn Bretum. Áður en Mn­angagwa tók við höfðu flestir í­búar Simba­b­ve ekki þekkt neinn annan leið­toga.

Þáttarskil í sögu landsins

Síðustu ár ein­kenndust af mikilli ó­á­nægju með stjórn for­setans, efna­hags­hruni og of­beldi gagn­vart and­stæðingum for­setans, kosninga­svindli og valda­bar­áttu þar sem hann tefldi meðal annars fram eigin­konu sinni gegn Mn­angagwa.

Talið er að Muga­be hafi látist í Singa­por­e, en þangað fór hann gjarnan til að sækja sér læknis­að­stoð, sér­stak­lega undan­farna mánuði þegar heilsu hans hrakaði.