Fyrr­verandi al­þingis­maðurinn og fjöl­miðla­maðurinn Róbert Mars­hall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upp­lýsinga­full­trúa ríkis­stjórnarinnar en hann hefur störf fyrsta apríl næst­komandi.

Róbert tekur við starfinu af Láru Björg Björns­dóttur en hún greindi frá því í upp­hafi árs að hún hafi á­kveðið að segja skilið við for­sætis­ráðu­neytið vegna of mikils á­lags. Sam­hliða þeirri á­kvörðun var Rósa Guð­rún Er­lings­dóttir ráðin inn í nýja stöðu upp­lýsinga­full­trúa for­sætis­ráðu­neytisins.

Að því er kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðs Ís­lands hefur Róbert starfað víða en hann var til að mynda að­stoðar­maður sam­göngu­ráð­herra áður en hann settist á þing árið 2009.

Þá hafði hann starfað við fjöl­miðla um ára­bil og var til að mynda for­maður Blaða­manna­fé­lags Ís­lands og for­stöðu­maður frétta­sviðs 365 um tíma.

Róbert verður með aðsetur í forsætisráðuneytinu.