Róbert Marshall hefur tekið við starfi sínu á ný sem upplýsingafulltrúi ríkis­stjórnarinnar. Róbert fór í leyfi vegna framboðs í forvali VG í Suðurkjördæmi þar sem hann sóttist eftir efsta sæti listans en komst ekki að í fyrstu fimm efstu sætunum.

Lára Björg Björnsdóttir leysti Róbert af í leyfinu sem nú er mættur til vinnu með aðsetur í forsætisráðuneytinu.