Róbert Aron Magnús­son, veitinga­maður og út­varps­stjórnandi til margra ára, gefur kost á sér í 6. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í borgar­stjórnar­kosningunum í vor.

„Ég hef ekki farið leynt með það á­huga­mál mitt að setja upp við­burði, veitinga­staði og ýmis pop-up verk­efni víðs vegar um borgina. Það er reyndar bæði á­huga­mál mitt og at­vinna.

Árið 2017 flutti ég heim eftir 11 ára bú­setu í London. Ég fór að fylgjast meira með borgar­málunum og sá strax ýmis tæki­færi í borginni. Ég stofnaði mitt eigið fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í við­burðum tengdum götu­bita og matar­vögnum, á­samt pop up stöðum og annars konar ó­hefð­bundnum veitinga­rekstri.,“ skrifar Róbert í færslu á Face­book.

„Fyrir­tækið mitt, Götu­bitinn – Reykja­vik Street Food, hefur síðustu 4 ár heim­sótt út­hverfin 200 sinnum við góðar undir­tektir og haldið hina ýmsu matar­tengda við­burði víðs vegar um borgina. Að auki hef ég einnig komið að hinum ýmsu menningar­málum í borginni, verið út­varps­stjórnandi í fjölda ára, komið að skipu­lagningu Iceland Airwa­ves og haldið fjölda tón­leika í borginni frá alda­mótum,“ bætir hann við.

Róbert segist hafa gaman af á­skorunum, hugsa út fyrir boxið og gera eitt­hvað öðru­vísi.

„Ó­hefð­bundinn verk­efni og veitinga­rekstur er eitt­hvað sem mér finnst gríðar­lega skemmti­legt og spennandi. Ég komst hins vegar fljót­lega að því að stærsta hindrun ó­hefð­bundins veitinga­reksturs á Ís­landi er ekki markaðurinn, heldur frum­skógur leyfis­veitinga og reglu­gerða. Um ára­bil hef ég átt við stjórn­kerfi borgarinnar, einn og ó­studdur, með ærnum til­kostnaði. Kerfið er staðnað og vinnur gegn þeim sem vilja koma góðri hug­mynd í fram­kvæmd. Ég veit að margir fé­lagar mínir í veitinga­geiranum eru á sama máli.“

„Ferða­lag mitt með matar­vagnana um út­hverfi borgarinnar stað­festi í mínum huga þörfina fyrir bætta þjónustu við hverfin í borginni. Hvert sem komið var voru við­tökur góðar og í­búar þyrstir í aukna nær­þjónustu. Ég lærði að gera þarf mun betur fyrir út­hverfin, sam­hliða því að tryggja öflugri mið­borg fyrir alla. Ég veit líka að stuðningur við einka­fram­takið er besta leiðin til að auka þjónustu í hverfunum. Það á ekki að vera svona erfitt að vera at­vinnu­rekandi í borginni. Við þurfum að ein­falda kerfin og bæta við­mót borgarinnar gagn­vart at­vinnu­rek­endum. Við þurfum að ryðja hindrunum úr vegi þeirra dug­miklu og fram­taks­sömu. Jafn­vel þeirra sem eru með svo brjálaðar hug­myndir að það er alls ekkert víst að þær klikki – eins og mínar!“

„Það tók mig vissu­lega nokkur ár, en nú sé ég, að ef þú vilt að eitt­hvað sé gert rétt, þarftu bara að gera það sjálfur. Þess vegna gef ég kost á mér í 6. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í borgar­stjórnar­kosningum í vor,“ skrifar Róbert og bætir við að lokum: „Búum til stemmingu í borginni, fyrir at­vinnu­rek­endur og borgar­búa!“