Breska stórstjarnan Robbie Williams hefur boðið sig fram til að skemmta í hléi á Eurovision 2023. Þetta kom fram í viðtali Williams við BBC Radio 1.
„Reyndar hef ég þegar boðið mig fram,“ segir hann og bætir við „en ekki til að taka þátt fyrir hönd Bretlands, heldur að koma fram í hléinu, líkt og Madonna og Justin Timberlake.“
Williams segist vera mikill aðdáandi keppninnar.
„Ég elska Eurovision,“ segir hann og bætir við, að formúlan að hinu fullkomna framlagi þurfi ekki að vera flókin. „Komdu með frábært lag, fáðu einhvern frábæran til að koma fram og syngja það og þá gengur okkur vel. Ef við erum ekki með þessa tvo þætti munum við lenda í síðasta sæti. Núll stig.“