Breska stórstjarnan Robbie Willi­ams hefur boðið sig fram til að skemmta í hléi á Euro­vision 2023. Þetta kom fram í við­tali Williams við BBC Radio 1.

„Reyndar hef ég þegar boðið mig fram,“ segir hann og bætir við „en ekki til að taka þátt fyrir hönd Bret­lands, heldur að koma fram í hléinu, líkt og Madonna og Justin Timberla­ke.“

Willi­ams segist vera mikill að­dáandi keppninnar.

„Ég elska Euro­vision,“ segir hann og bætir við, að for­múlan að hinu full­komna fram­lagi þurfi ekki að vera flókin. „Komdu með frá­bært lag, fáðu ein­hvern frá­bæran til að koma fram og syngja það og þá gengur okkur vel. Ef við erum ekki með þessa tvo þætti munum við lenda í síðasta sæti. Núll stig.“