Þrjátíu manns eru nú rannsakaðar vegna gruns um mislingasmit. Sóttvarnarlæknir býst við fleiri smitum og segir að lítill mislingafaraldur geisi á landinu.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Enn sem komið eð eru fjórir með staðfest mislingasmit; tvö börn og tveir fullorðnir. 

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir býst við fleiri mislingasmitum og segir að nú geisi lítill mislingafaraldur hér á landi. Fjórir hafa veikst en 30 eru rannsakaðir vegna gruns um smit. Fram kemur að 30 hafi verið rannsakaðir.

Fram kemur að starfsmenn og börn úr tveimur skólum; leikskóla í Garðabæ og á Reyðarfirði verði í sóttkví í tvær og hálfa viku vegna smithættu. Síðast var hér mislingafaraldur fyrir fjórum áratugum.