Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Rivian hefur vakið mikla eftirtekt undanfarið og hefur smíðað pallbíl sem er með stærstu rafhlöður nokkurs rafmagnsbíls, enda er hann gríðaröflugur. Þessi bíll kemur á markað á næsta ári. Bíllinn í sinni öflugustu útgáfu er 735 hestöfl og er innan við 3 sekúndur í hundraðið, enda eru rafhlöðurnar hvorki meira né minna en 180 kWh og rafmagnsselurnar ekki færri en 7.776. Það eru einfaldlega stærstu rafhlöður í nokkrum fjöldaframleiddum rafmagnsbíl.

Rivian hefur farið þá leið að kaupa fullreynda íhluti og tækni í bílinn frá öðrum bílaframleiðendum til að stytta leið bílsins á markað og eru margir mjög hrifnir af þeirri ráðstöfun. Rivian hefur einnig smíðað jeppa sem ber nafnið R1S, en pallbíllinn ber nafnið R1T.