Staðfest COVID-19 smit hefur komið upp innan ritstjórnar DV en um er að ræða konu sem gegnir hlutastarfi á ritstjórn DV. Þetta kemur fram í frétt DV um málið.

Konan sótti ritstjórnarfund með blaðamönnum DV síðastliðinn þriðjudag. Öll ritstjórnin, að undanteknum einum blaðamanni sem var í fríi umræddan dag, hefur nú verið send heim.

Sóttvarnir á vinnusvæði Torgs, sem rekur DV, Fréttablaðið og Hringbraut, hafa verið hertar en aðrir starfsmenn DV eða Torgs hafa ekki fundið fyrir einkennum.

Að því er kemur fram í frétt DV um málið munu blaðamenn sinna störfum sínum heima og hefur atvikið ekki áhrif á fréttaflutning dv.is og kemur nýtt tölublað DV út á morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.