Irmgard Furchner, fyrrverandi ritari nasista í Sutthof-útrýmingarbúðunum hefur verið dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að 10.505 morðum.
Furchner er 97 ára gömul og er hún fyrsta konan í fleiri áratugi sem er dæmd fyrir glæpi nasista. Hún var borgaralegu starfsmaður útrýmingarbúðana, en hún starfaði sem ritari frá árinu 1943 til 1945 þegar hún var átján og nítján ára gömul.
Sutthof-útrýmingarbúðirnar voru alræmdar í seinna stríði og talið er að um 65 þúsund manns hafi verið myrt, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og fangaðir sóvéskir hermenn.
Þýsk lög kveða á um að allir þeir sem komu að starfsemi útrýmingarbúða, jafnvel þó þeir hafi ekki haft bein tengsl af starfsemi þeirra, geti verið látnir sæta ábyrgð vegna þeirra miklu glæpa sem þar voru framdir.
Furchner var því dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Hún hafði tjáð sig lítið á meðan réttarhöldin stóðu yfir, en á endanum rauf hún þögn sína og sagði:
„Mér þykir leitt fyrir öllu sem gerðist. Ég sé eftir því að hafa verið í Stutthof á þessum tíma. Það er það eina sem ég get sagt.“