Rishi sunak, fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, heldur á­fram í sókn sinni eftir leið­toga­stól breska Í­halds­flokksins. Hann sigraði rétt í þessu fjórðu um­ferðina í leið­toga­kjörinu.

Kemi Badenoch er nú fallin úr leik en hún hafði fæst at­kvæði í þessari um­ferð. Nú standa þau þrjú eftir en það eru Rishi Sunak, Penny Mor­daunt og Liz Truss.

Í næstu umferð verður valið á milli þeirra þriggja en sá sem fær fæst atkvæði fellur úr leik.

Tvær um­ferðir eru því eftir í leið­toga­kjörinu, en sá sem stendur uppi sem sigur­vegari í því verður næsti leið­togi Í­halds­flokksins og for­sætis­ráð­herra Bret­lands.

Boris John­son sagði af sér sem leið­togi Í­halds­flokksins fyrr í þessum mánuði en hann sagðist þó ekki ætla að segja af sér sem for­sætis­ráð­herra fyrr en nýr leið­togi flokksins yrði fundinn.

Búist er við því að nýr for­sætis­ráð­herra Bret­lands taki við í byrjun septem­ber.

Mikill hiti var hjá 1922 nefndinni sem sér um kjör á nýjum leiðtoga Íhaldsflokksins. Nefndin tilkynnti niðurstöðurnar klukkan tvö að íslenskum tíma.

Niður­stöður fjórðu um­ferðar voru eftir­farandi:

Rishi Sunak – 118 at­kvæði

Penny Mor­daunt – 92 at­kvæði

Liz Truzz – 86 at­kvæði

Kemi Badenoch – 59 at­kvæði