Áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns var í jólaskapi í morgun og gerði þetta fallega jólatré í miðju Ísafjarðardjúpi.

Á Facebook-síðu Gísla Jóns er að finna fallega jólakveðju frá áhöfninni.

„Við óskum sveitungum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og óskum þess að allir hafi það sem best yfir hátíðarnar."

Tréð tekur sig einstaklega vel út í Ísafjarðardjúpi.
Fréttablaðið/Skjáskot

Gísli Jóns er björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, staðsett á Ísafirði og er mannað sjálboðaliðum af svæðinu.

Við óskum sveitungum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og óskum þess að allir hafi það sem best yfir...

Posted by Björgunarskipið Gísli Jóns on Tuesday, 22 December 2020