Innlent

Þrír slasaðir eftir umferðarslys á Þingvallavegi

​Þingvallavegi hefur verið lokað eftir að umferðarslys varð á veginum, við Æsustaði í Mosfellsdal, rétt fyrir klukkan 16 í dag.

Veginum að Þingvöllum hefur verið lokað Fréttablaðið/Stefán

Þingvallavegi hefur verið lokað eftir að umferðarslys varð á veginum, við Æsustaði í Mosfellsdal, rétt fyrir klukkan 16 í dag. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi. Slökkvilið sendi fjóra sjúkrabíla á vettvang, auk dælubíls.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru þrír eru slasaðir og hafa verið fluttir á slysadeild. Tveir þeirra með minniháttar áverka en einn þurfti að klippa út úr ökutæki sínu og er alvarlega slasaður.

Lögregla og slökkvilið eru við það að ljúka störfum á vettvangi og verður Þingvallavegurinn opnaður á næstu mínútum samkvæmt tilkynningu frá lögreglu sem barst rétt fyrir klukkan sex. Lögreglan vill koma á framfæri kæru þakklæti til vegfarenda fyrir tillitssemina og skilninginn.

Fréttin var uppfærð klukkan 17.55.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ey­þór: Meiri­hlutinn þarf að líta í eigin barm

Heilbrigðismál

Veita milljónir í sérnámsstöður heilsugæslunnar

Stjórnmál

Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli

Auglýsing

Nýjast

Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi

Gefin vika til að svara um Minden

Skúli áfrýjar til Landsréttar

Langflestir útlendingar í Landmannalaugum

Auglýsingabann bitni á innlendum framleiðendum

Stjórnin skoðar tíðar kvartanir undan starfsfólki Félagsbústaða

Auglýsing