Innlent

Þrír slasaðir eftir umferðarslys á Þingvallavegi

​Þingvallavegi hefur verið lokað eftir að umferðarslys varð á veginum, við Æsustaði í Mosfellsdal, rétt fyrir klukkan 16 í dag.

Veginum að Þingvöllum hefur verið lokað Fréttablaðið/Stefán

Þingvallavegi hefur verið lokað eftir að umferðarslys varð á veginum, við Æsustaði í Mosfellsdal, rétt fyrir klukkan 16 í dag. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi. Slökkvilið sendi fjóra sjúkrabíla á vettvang, auk dælubíls.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru þrír eru slasaðir og hafa verið fluttir á slysadeild. Tveir þeirra með minniháttar áverka en einn þurfti að klippa út úr ökutæki sínu og er alvarlega slasaður.

Lögregla og slökkvilið eru við það að ljúka störfum á vettvangi og verður Þingvallavegurinn opnaður á næstu mínútum samkvæmt tilkynningu frá lögreglu sem barst rétt fyrir klukkan sex. Lögreglan vill koma á framfæri kæru þakklæti til vegfarenda fyrir tillitssemina og skilninginn.

Fréttin var uppfærð klukkan 17.55.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Auglýsing

Nýjast

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing