Innlent

Þrír slasaðir eftir umferðarslys á Þingvallavegi

​Þingvallavegi hefur verið lokað eftir að umferðarslys varð á veginum, við Æsustaði í Mosfellsdal, rétt fyrir klukkan 16 í dag.

Veginum að Þingvöllum hefur verið lokað Fréttablaðið/Stefán

Þingvallavegi hefur verið lokað eftir að umferðarslys varð á veginum, við Æsustaði í Mosfellsdal, rétt fyrir klukkan 16 í dag. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi. Slökkvilið sendi fjóra sjúkrabíla á vettvang, auk dælubíls.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru þrír eru slasaðir og hafa verið fluttir á slysadeild. Tveir þeirra með minniháttar áverka en einn þurfti að klippa út úr ökutæki sínu og er alvarlega slasaður.

Lögregla og slökkvilið eru við það að ljúka störfum á vettvangi og verður Þingvallavegurinn opnaður á næstu mínútum samkvæmt tilkynningu frá lögreglu sem barst rétt fyrir klukkan sex. Lögreglan vill koma á framfæri kæru þakklæti til vegfarenda fyrir tillitssemina og skilninginn.

Fréttin var uppfærð klukkan 17.55.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sjáðu hvernig Vargurinn bjargaði grindhvalnum

Skagafjörður

Sig­fús Ingi ráð­inn sveit­ar­stjór­i Skag­a­fjarð­ar

Lögreglumál

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Auglýsing

Nýjast

Minnst tíu látnir eft­ir að brú hrund­i í Gen­ú­a

„Hvað í fjand­an­um er­uð­i að gera?“

Ók á veg­far­endur við þing­húsið í West­min­ster

Um 100 bílar eyði­lagðir eftir hrinu í­kveikja í Sví­þjóð

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Tölu­verður verð­munur á vin­sælum skóla­töskum barna

Auglýsing