Innlent

Þrír slasaðir eftir umferðarslys á Þingvallavegi

​Þingvallavegi hefur verið lokað eftir að umferðarslys varð á veginum, við Æsustaði í Mosfellsdal, rétt fyrir klukkan 16 í dag.

Veginum að Þingvöllum hefur verið lokað Fréttablaðið/Stefán

Þingvallavegi hefur verið lokað eftir að umferðarslys varð á veginum, við Æsustaði í Mosfellsdal, rétt fyrir klukkan 16 í dag. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi. Slökkvilið sendi fjóra sjúkrabíla á vettvang, auk dælubíls.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru þrír eru slasaðir og hafa verið fluttir á slysadeild. Tveir þeirra með minniháttar áverka en einn þurfti að klippa út úr ökutæki sínu og er alvarlega slasaður.

Lögregla og slökkvilið eru við það að ljúka störfum á vettvangi og verður Þingvallavegurinn opnaður á næstu mínútum samkvæmt tilkynningu frá lögreglu sem barst rétt fyrir klukkan sex. Lögreglan vill koma á framfæri kæru þakklæti til vegfarenda fyrir tillitssemina og skilninginn.

Fréttin var uppfærð klukkan 17.55.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hvetja foreldra til að sækja börn í frístund

Innlent

Mikil­vægt að ganga vel frá lausum munum

Innlent

Börn birta slúður á lokuðum Insta­gram-reikningum

Auglýsing

Nýjast

May sögð ætla að fresta Brexit-at­kvæða­greiðslu

Fjöldamorðingi dæmdur fyrir 56 morð til viðbótar

Jemt­land í á­tján ára fangelsi fyrir morðið á eigin­konu sinni

Bára búin að afhenda Alþingi upptökurnar

Ellert Schram og Albert Guð­munds taka sæti á þingi

Milljón mílna Hyundai Elentra

Auglýsing