Þrír þýskir skíðamenn létust í nótt vegna snjóflóðs í fjöllum vinsæls skíðasvæðis við Lech am Arlberg í Austurríki og þá er eins til viðbótar saknað, að því er fram kemur á vef Guardian. Mennirnir voru þýskir. 

Leitað var að mönnunum um ellefu leytið í gærkvöldi að austurrískum staðartíma eftir að kona eins þeirra tilkynnti að eiginmaður sinn  hefði ekki skilað sér aftur úr hlíðunum.

Mikil snjókoma hefur verið á svæðinu undanfarna viku sem er orsakavaldur snjóflóðanna nú en alls hafa 24 manns látist vegna veðurfarsins í Evrópu einungis í þessum mánuði. 

Lögreglan telur að mennirnir hafi verið að skíða á svæði sem hafði verið lokað af vegna snjóflóðahættu en leitað er að fjórðu manneskjunni sem týndist.