Erlent

Þrír nem­endur sárir eftir kennslu­stund í með­ferð skot­vopna

Skot hlupu úr byssunni, sem vísaði upp í loft, og endurköstuðust yfir nemendur. Enginn er alvarlega slasaður.

Kennarinn hefur að sögn beðist afsökunar á óhappinu. Seaside city counsil & EPA

Á sama tíma og þúsundir skólabarna yfirgáfu skólastofur í Bandaríkjunum í dag, til að knýja á um hertari löggjöf um skotvopn, lágu þrír nemendur kennarans og borgarfulltrúans Dennis Alexander, sárir eftir slysaskothríð í kennslustund í Kaliforníu í gær.

Dennis sýndi nemendum sínum í Seaside High School hvernig umgangast ætti skotvopn með öruggum hætti. Ekki vildi betur til en svo að skot hlupu úr byssunni með þeim afleiðingum að þrír slösuðust. New York Times greinir frá þessu.

Byssunni var sem  betur fer beint upp í loft þegar atvikið varð, að því er haft er eftir talsmanni skólans. Enginn slasaðist því alvarlega. Hins vegar endurköstuðust flísar úr byssukúlunum og hæfðu nemendur. Sautján ára nemenda fékk flís í hálsinn en tveir til viðbótar særðust.

„Honum er brugðið en hann mun ná sér,“ sagði faðir 17 ára drengsins í viðtali við sjónvarpsstöðina KSBW. Hann gagnrýndi að hann hefði sjálfur þurft að tilkynna atvikið til lögreglu. Það hafi skólinn ekki gert.

Málið er í rannsókn.

Donald Trump Bandaríkjaforseti brást á dögunum við skotárásinni í Flórída á þann veg að réttast væri að vopna kennara. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði hann.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Malasía

Yfir tutt­ug­u látn­ir eft­ir ban­vænt heim­a­brugg

Erlent

Talin hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna

Bandaríkin

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

Auglýsing

Nýjast

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Hundruð hermanna æfir í Sandvík

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Auglýsing