Vopnuð lögregla hefur leitað árásarmannsin í Utrecht í Hollandi í dag eftir skotárás sem framin var í morgun. Þrír eru látnir en níu til viðbótar eru sárir - nokkrir alvarlega. Guardian greinir frá.

Lögregla hefur leitað í nokkrum byggingum á svæðinu. Ekki þykir útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Búið er að girða af torg nærri spor­vagns­stöðinni í vestur­hluta borgarinnar. Enginn hefur enn verið handtekinn en byssumaðurinn hóf skothríð klukka 9:45 að íslenskum tíma, nærri október-torgi.

Borgarstjórinn í Utrecht, Jan van Zanen segir í yfirlýsingu að þrír séu látnir, hið minnsta og níu særðir. Alls hafa 20 manns leitað aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Skilaboð borgarstjórans má sjá hér að neðan.

Lögreglan í Utrecht hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél af hinum grunaða. Um er að ræða 37 ára gamlan mann, Gökmen Tanis, sem er fæddur í Tyrklandi. Fólk er beðið um að nálgast manninn ekki, sjái þeir hann á förnum vegi, en að gera lögreglu viðvart. Þá hefur lögreglan beðið um myndefni frá almenningi.