Á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir var tilkynnt um hvaða 3 bílar munu keppa um vegtylluna Bíll ársins í heiminum þetta árið og er það bílarnir Audi E-Tron, Jaguar I-Pace og Volvo S60/V60. Við sama tækifæri voru kynntir þeir 3 bílar sem keppa um sigurinn í hinum ýmsu flokkum bíla. Í flokki borgarbíla eru það Hyundai AH2/Santro, Kia Soul og Suzuki Jimny. Í flokki lúxusbíla eru það Audi A7, Audi Q8 og BMW 8 Series. Í flokki kraftabíla eru það Aston Martin Vantage, McLaren 720S og Mercedes Benz AMG 4-Door Coupe. 

Í flokki grænna bíla eru það Audi E-Tron, Hyundai Nexo og Jaguar I-Pace. Þeir þrír bílar sem keppa svo um fallegustu hönnunina eru Jaguar I-Pace, Suzuki Jimny og Volvo XC40. Kynnt verður um sigurvegara í öllum þessum flokkum og um Bíl ársins á New York bílasýningunni þann 17. apríl. Það eru 86 bílablaðamenn og sérfræðingar sem greiða atkvæði í þessu vali. Sérstaka athygli vekur þetta árið að það eru tveir af þremur bílum í úrslitum Bíls ársins rafmagnsbílar og er það kannski tímanna tákn.