Fyrir átti bíllinn met sem sneggsti framleiðslubíllinn upp í 100 km á klst., en þeim hraða nær hann á aðeins 1,85 sekúndum. Rimac Nevera er 1.888 hestöfl en hann er með fjóra rafmótora við 120 kWst rafhlöðu. Togið er hrikalegt eða 2.360 Nm sem gerir honum kleift að ná 160 km hraða á aðeins 4,3 sekúndum og 300 km hraða á 9,3 sekúndum. Drægi bílsins er 550 km og þökk sé 500 kW hleðslugetu getur hann hlaðið rafhlöðuna í 80% á aðeins 19 mínútum.