Yfir­völd í Suður-Kóreu hafa kynnt að­gerðir til að bregðast við efna­hags­á­hrifum Co­vid-19 far­aldursins í landinu. Moon Jae-in, for­seti Suður-Kóreu, kynnti að­gerðirnar í morgun.

Í frétt Reu­ters kemur fram að meiri­hluti lands­manna muni fá beinan styrk frá yfir­völdum. Þær fjöl­skyldur sem til­heyra þeim 30% sem eiga mest eigið fé munu ekki njóta neinnar að­stoðar. Styrkurinn fer eftir tekjum en hæstur getur hann orðið sem nemur um hundrað þúsund krónum.

Búist er við að þessar að­gerðir kosti ríkis­sjóð Suður-Kóreu um þúsund milljarða króna. Yfir­völd í Suður-Kóreu hafa boðað frekari að­gerðir í þágu heimila landsins á næstu mánuðum.

Í að­gerða­pakkanum sem kynntur var í morgun kom einnig fram að litlum og meðal­stórum fyrir­tækjum verður komið til að­stoðar og þeim veittur aukinn sveigjan­leiki. Áður höfðu stýri­vextir í landinu verið lækkaðir og þá hafa að­gerðir til að að­stoða stærri fyrir­tæki og fjár­mála­stofnanir í landinu þegar verið kynntar.

Tæp­lega 10 þúsund manns hafa greinst með Co­vid-19 í Suður-Kóreu og þar af hafa 162 látist.