Ríkis­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg fimm milljónir króna af ráð­stöfunar­fé sínu vegna endur­gerðar á vefnum safetra­vel.is.

Í til­kynningu frá Stjórnar­ráðinu er bent á að Lands­björg hafi rekið vefinn um ára­bil og er hann helsti upp­lýsinga­vefur al­manna­varna til að koma mikil­vægum skila­boðum til ferða­manna, t.d. vegna ó­veðurs, ó­færðar eða náttúru­ham­fara.

„Mikil­vægi slysa­varna ferða­manna hefur aukist á undan­förnum árum sam­hliða mikilli fjölgun þeirra. Endur­gerð vefsins safetra­vel.is er brýn til að auka upp­lýsinga­miðlun og leita leiða til að ná til allra þeirra sem fara um landið,“ segir í til­kynningunni.

Lands­björg mun á­fram vinna verk­efnið í sam­starfi við fyrir­tæki í ferða­þjónustu, Sam­tök ferða­þjónustunnar, Sam­göngu­stofu, Veður­stofuna og al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra.