Þing kemur saman á ný 21. janúar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á bann við plastpokum, nýja skrifstofu jafnréttismála, þróunarsamvinnu og gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða, svo eitthvað sé nefnt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

 • - Ný skrifstofa jafnréttismála. 
 • - Breytingar á lögum um Seðlabanka sem meðal annars fela í sér sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. 
 • - Umbætur á löggjöf á sviði tjáningarfrelsis, þar á meðal frumvarp um vernd uppljóstrara. 
 • - Frumvarp sem felur í sér framsækið lagaumhverfi um kynrænt sjálfræði. 


„Með þessu frumvarpi er kyn skilgreint sem safnhugtak sem nær yfir kyneinkenni, kynvitund og kyntjáningu og kyngervi. Þetta frumvarp er mikilvægur liður í að bæta réttarstöðu transfólks og koma Íslandi í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks,“ segir Katrín.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra

 • - Koma á fót stofnun um verndarsvæði, þjóðgarðastofnun.
 • - Bann við notkun burðarplastpoka.
 • - Breytingar á lögum um loftslagsmál.
 • - Loftslagssjóður verður settur á laggirnar til að styðja við loftslagsvæna nýsköpun.
 • - Viðamiklar aðgerðir til að binda kolefni úr andrúmslofti og að draga úr brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

 • - Heilbrigðisstefna þar sem línur eru lagðar til ársins 2030.
 • - Efla forvarnir með aukinni áherslu á bætta geðheilsu með fjölgun geðheilsuteyma og stöðugilda sálfræðinga í heilsugæslunni. 
 • - 60 ný hjúkrunarrými tekin í notkun á næstu vikum.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra

 • - Breyting á lögum um menntun og ráðningu kennara og skóla­stjórnenda.
 • - Þingsályktunartillaga um að efla íslenska tungu. 
 • - Stuðningur við einkarekna fjölmiðla.
 • - Afnám ábyrgða ábyrgðarmanna á námslánum við andlát.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra 

 • - Von á niðurstöðu starfshóps er varðar skerta starfsgetu einstaklinga og í framhaldinu frumvarp um málefnið. 
 •  - Málefni vinnumarkaðar til skoðunar í tengslum við gerð kjarasamninga. 

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra

 • - Frumvarp um gjaldtöku í samgöngum. 
 • - Frumvarp um net- og upplýsingaöryggi. 
 • - Tillaga til þings­ályktunar um samgönguáætlun 2019-2023 og 2019-2033. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

 • - Fylgir eftir frumvarpi um Þjóðarsjóð. 
 • - Þingsályktun um fjármálaáætlun til næstu fimm ára.
 • - Breytingar á lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. 
 • - Frumvörp til laga um breytingu á lögum um skatta og gjöld (skattlagning tekna af höfundarréttindum) og frumvarp til laga um skattlagningu eldsneytis.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra

 • - Breytingar á barnalögum þar sem lögfest verði heimild foreldra til að semja um skipta búsetu barns. 
 • - Breytingar á lögum um helgidagafrið þannig að fellt verði úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á helgidögum. 


„Það er mikilvægt að fólk geti veitt og þegið þjónustu yfir hátíðisdagana eins og aðra daga. Frelsi manna hefur hingað til verið of þröngur stakkur sniðinn yfir þessa daga og kominn tími til að stíga skrefið til fulls og afnema bann á tiltekinni atvinnustarfsemi og afþreyingu á helgidögum,“ segir Sigríður.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 

 • - Ráðstafanir til að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu (í daglegu tali nefnt „kenni­töluflakk“). 
 • - Endurskoðun á hlutverki Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.  
 • - Nýsköpunarstefna fyrir Ísland. 


„Kennitöluflakk er misnotkun á hlutafélagaforminu og flestir þekkja dæmi þess að starfsfólk og birgjar hafa ekki fengið greitt þrátt fyrir að sami aðili sé kominn í rekstur á annarri kennitölu stuttu síðar. Sú misnotkun er ósanngjörn gagnvart heiðvirðum atvinnurekendum og hefur samfélagslegan kostnað í för með sér. Við erum því að vinna í góðu samstarfi við ASÍ og SA að ákvæðum sem takmarka atvinnustarfsemi þeirra aðila sem misnota regluverkið á þann hátt,“ segir Þórdís Kolbrún.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra 

 • - Leggur fram stefnu stjórnvalda í þróunarsamvinnu fyrir árin 2019-2023. 
 • - Áhersla  á mannréttindi og á aukna þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 

 • - Styrkja laga­umhverfi fiskeldis.
 • - Gjaldtaka­ vegna nýt­ingar á eldissvæðum í sjó. 
 • - Breytingar á búvörulögum vegna endurskoðunar samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 
 • - Bregðast við dómum um innflutning á fersku kjöti. 


„Ég tel að þessi tvö frumvörp um fiskeldi muni verða mikil framfaraskref enda hefur lagaumhverfi greinarinnar ekki haldist í hendur við uppbyggingu hennar. Þá vonast ég eftir uppbyggilegri umræðu um þær ráðstafanir sem þarf að fara í til að bregðast við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins um innflutning á ófrystu kjöti,“ segir Kristján Þór.