Ríkisstjórnarflokkarnir missa meirihluta á þingi miðað við nýjan þjóðarpúls Gallup. Flokkarnir þrír myndu aðeins ná 30 þingmönnum inn á þing. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Fylgi Vinstri grænna dregst nokkuð saman frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 10,2% en það myndi skila flokknum sex þingmönnum. Flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna í síðustu kosningum.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar einnig á milli kannana en hann er þó enn þá stærstur með 21,2% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn myndi því tapa einum þingmanni og fara úr 16 þingmönnum í 15.
Sókn Framsóknarflokksins heldur áfram en flokkurinn mælist nú með 13,2% fylgi. Hann næði því níu þingsætum.

Fylgi Samfylkingarinnar er í samræmi við niðurstöður síðustu kosningar en flokkurinn mælist með 12,7% fylgi sem gæfi átta þingmenn.
Viðreisn mælist með 10,2% fylgi og fengi sex þingmenn. Píratar fá sjö þingmenn með 11,5%.
Stærsta breytingin á milli kannana er á fylgi Flokk fólksins en hann fer úr 5% fylgi í 7% fylgi og fengi því fjóra þingmenn.
Samkvæmt þessum niðurstöðum er þriggja flokka ríkisstjórn ómöguleiki nema Samfylkingin, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn myndi ríkisstjórn en Samfylkingin hefur útilokað samstarf með þeim síðastnefnda.

Gallup framdi könnunina fyrir fréttastofu RÚV dagana 13. til 19. September. Könnunin var netkönnun og lögð fyrir 3.845 einstaklinga. Þáttökuhlutfall var 52,5 prósent.
Útreikningur á úthlutun þingsæta tók mið af niðurstöðum í hverju kjördæmi fyrir sig og var jöfnunarsætum úthlutað miðað við niðurstöður á landsvísu.
Hægt er að sjá heildarniðurstöðurnar hér.